Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel: Þetta var sex stiga leikur
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, getur farið býsna sáttur að sofa í kvöld eftir 1-0 útisigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er enn taplaust frá því hann tók við og óhætt að segja að hann sé að gera mjög góða hluti.

„Við vorum hugrakkir, hreyfðum okkur vel með boltann, þurftum að þjást en töpuðum aldrei þráni til að vinna leikinn. Þetta var sanngjarn sigur og góð frammistaða," sagði Tuchel að leik loknum.

„Þetta var mjög góð frammistaða hjá liðinu. Þeir spyrja þig margra spurninga og við þurftum að hafa svörin."

„Allir voru mjög hugrakkir og allir voru á tánum. Þetta var sex stiga leikur. Það eru 11 leikir eftir og við tökum þetta skref fyrir skref. Við getum ekki hvílt okkur eða fagnað, það er ekki tími fyrir það núna."

Chelsea er núna í fimmta sæti deildarinnar með 45 stig, einu stigi minna en Everton sem er í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner