lau 04. mars 2023 08:45
Elvar Geir Magnússon
Neymar ekki með í seinni leiknum gegn Bayern
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Neymar missir af seinni leik Paris Saint-Germain gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla.

Christophe Galtier stjóri PSG segir að sitt lið verði án Neymar næstu tvo leiki.

Neymar meiddist á ökkla í 4-3 heimasigri gegn Lille þann 19. febrúar.

Búist er við því að Kylian Mbappe og Lionel Messi verði saman í tveggja manna sóknarlínu í seinni leiknum gegn Bayern sem fram fer í Þýskalandi á miðvikudag. Bayern er með 1-0 forystu í einvíginu eftir að Kingsley Coman skoraði eina markið í París þann 14. febrúar.

PSG leikur gegn Nantes í frönsku deildinni í dag og verður án miðjumannsins Renato Sanches og varnarmannsins Presnel Kimpembe auk Neymar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner