Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. maí 2020 18:30
Aksentije Milisic
KF fær bandarískan sóknarmann (Staðfest)
Sachem Wilson og Gunnlaugur Sigursveinsson.
Sachem Wilson og Gunnlaugur Sigursveinsson.
Mynd: KF
KF hefur samið við bandaríska sóknarmanninn Sachem Wilson og mun hann spila með liðinu í 2.deildinni í sumar. Sachem er 25 ára gamall en hann spilaði síðast með Carrick Rangers í efstu deild í Norður-Írlandi.

Alexander Már Þorláksson, sem skoraði 28 mörk fyrir KF á síðustu leiktíð, gekk til liðs við Fram í vetur og nú hefur félagið fengið Sachem til að fylla í hans skarð.

„Sachem er fæddur árið 1994 og kemur frá Ohio í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám og spilaði fótbolta í Liberty University. Sachem spilaði síðast með Carrick Rangers sem spilar í efstu deild í Norður-Írlandi. Áður hefur hann verið að spila í efstu deildum í Slóveníu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Þá gekk bakvörðurinn Hrannar Snær Magnússon einnig frá samningi við liðið en Hrannar er uppalinn hjá félaginu. Hann spilaði með KH á síðustu leiktíð en hann er fæddur árið 2001 og á 24 leiki að baki í meistaraflokki.

Athugasemdir
banner
banner
banner