þri 04. maí 2021 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alvaro endaði markahæstur og kom Adarve upp um deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski framherjinn Alvaro Montejo náði um helgina markmiði sínu þegar lið hans á Spáni, Union Adarve, komst upp í Segunda B (C-deild) á Spáni.

Alvaro endaði markahæstur í Tercera deildinni með fimmtán mörk í 22 leikjum.

Alvaro skoraði sigurmarkið þegar Adarve vann CD Mostoles 1-0 á sunnudag. Sá sigur tryggði Adarve upp um deild.

Markmið Alvaro var að skilja við Adarve á leið upp í Segunda B þegar hann héldi til Íslands. Alvaro er nefnilega leikmaður Þórs og kemur til Íslands á næstu dögum.

Hann verður klár í slaginn í 2. umferð Lengjudeildarinnar þegar Þór mætir Grindavík á heimavelli. Sá leikur fer fram 13. maí.

Alvaro stefnir á að leika með Adarve næsta vetur, og nú í deild ofar.



Sjá einnig:
Alvaro funheitur á Spáni - Vill fara til Íslands með Adarve í deild ofar

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner