Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 04. maí 2021 20:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Man City í fyrsta sinn í úrslit - Mahrez með bæði
Mynd: EPA
Manchester City 2 - 0 Paris Saint Germain
1-0 Riyad Mahrez ('11 )
2-0 Riyad Mahrez ('63 )
Rautt spjald: Angel Di Maria, Paris Saint Germain ('69)

Manchester City er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Það varð ljóst þegar liðið vann 2-0 sigur á PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta var seinni leikur liðanna og sá fyrri fór 2-1 fyrir City og einvígið því 4-1 alls.

Það var Riyad Mahrez sem skoraði bæði mörk City í leiknum en hann skoraði einnig í fyrri leiknum.

Á 69. mínútu var mælirinn orðinn fullur hjá Angel Di Maria og fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir að stíga á Fernandinho.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Pep Guardiola kemur liði sínu í úrslitaleikinn en það ár var hann stjóri Barcelona.

Kylian Mbappe lék ekki með PSG í dag en hann er að glíma við meiðsli.

City mætir annað hvort Real Madrid í Chelsea í úrslitaleiknum. Það ræðst annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner