Breiðablik mætti í heimsókn á Samsungvöllinn fyrr í kvöld og unnu Stjörnuna 2-0, fyrra mark Breiðabliks skoraði Gísli Eyjólfsson en hann kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 2 Breiðablik
„Ágætt að hafa náð þessum tveimur mörkum svona snemma í leiknum. Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum en alls ekki seinni hálfleiknum. Við leyfðum þeim að vera með boltann og náðum ekki að klukka þá, það var pirrandi hvað þeir voru mikið með boltann við vildum vera meira með hann, en fínt að fá þrjá punkta."
Gísli skoraði fyrra mark Breiðabliks á 8. mínútu leiksins.
„Patrik var með boltann við hliðarlínuna Höskuldur sem betur fer missir af honum og ég veit það ekki ég set hann bara í fjær."
„Mér finnst mótið ekki hafa byrjað nógu vel, viljum vera með fleiri stig í byrjun móts. Fínt að ná núna tveimur leikjum í röð og fá meiri takt í liðið það hefur vantað svolítið."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir