Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 08:50
Elvar Geir Magnússon
City vill Bennacer - Solskjær nær ekki að selja
Powerade
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ryan Fraser.
Ryan Fraser.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakka dagsins. Það er fjölbreytt efni sem miðlarnir bjóða upp á þennan daginn. En hverju á maður að trúa?

Pep Guardiola hefur rætt við Ismael Bennacer (22), miðjumann AC Milan, og reynt að sannfæra hann um að koma til Manchester City í sumar. Leikmaðurinn er með 45 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (RMC Sport)

Vonir Ole Gunnar Solskjær um að ná að selja Marcos Rojo (30). Chris Smalling (30) og Alexis Sanchez (31) til að stækka upphæðina sem hann fær til leikmannakaupa Manchester United hafa minnkað verulega vegna kórónaveirunnar. (Evening Standard)

Jadon Sancho (20) hjá Borussia Dortmund er sagður hafa farið í stutta heimsókn til Englands án leyfis á dögunum. Talið er mögulegt að hann hafi farið til fundar með Manchester United. (Bild)

Talsmenn Timo Werner (24), sóknarmanns RB Leipzig, hafa sagt Chelsea og Manchester United að leikmaðurinn hafi náð munnlegu samkomulagi við Liverpoool. (TWP)

Juventus hefur haft samband við Barcelona þar sem félagið hefur áhuga á að fá Ousmane Dembele (23) lánaðan í sumar. (Mundo Deportivo)

Ryan Fraser (26), leikmaður Bournemouth, gæti orðið einn eftirsóttasti leikmaður deildarinnar. Fraser er að renna út á samning. (The Athletic)

Paris St-Germain vill fá 175 milljónir evra í beingreiðslu frá Barcelona fyrir brasilíska sóknarmanninn Neymar (28). (Sport)

Daninn Pierre-Emile Höjbjerg (24) á eitt ár eftir af samningi sínum við Southampton. Hann hefur fengið þau skilaboð að hann missi fyrirliðabandið ef hann gerir ekki nýjan samning. (BBC)

German Burgos (51) hefur staðfest að hann hætti sem aðstoðarþjálfari Atletico Madrid eftir tímabilið. Hann ætlar að einbeita sér að því að vera sjálfur aðalþjálfari. (Marca)

Argentínska goðsögnin Diego Maradona (59) verður áfram þjálfari Gimnasia y Esgrima í Argentínu út tímabilið 2020-21. Hann hefur skrifað undir nýjan samning. (Reuters)

Hópur stuðningsmanna Manchester City stendur fyrir mótmælum í garð UEFA á föstudaginn. Stórir borðar verða afhjúpaðir þar sem meðhöndlun UEFA á félaginu er gagnrýnd. (The Times)

Jesse Marsch (46), bandarískur stjóri RB Salzburg, hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Borussia Dortmund. Lucien Favre er nú stjóri Dortmund. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner