Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. júní 2023 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hemma Hreiðars dreymir um að þjálfa á Englandi
Hemmi stýrir ÍBV í Bestu deild karla þar sem liðið er í fallsæti með 9 stig eftir 10 umferðir og fjóra tapleiki í röð.
Hemmi stýrir ÍBV í Bestu deild karla þar sem liðið er í fallsæti með 9 stig eftir 10 umferðir og fjóra tapleiki í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hermann Hreiðarsson fór víðan völl í ítarlegu viðtali við Sky Sports sem var birt í dag. Hann ræddi meðal annars um draum sinn að snúa aftur til Englands sem þjálfari.


Hermann er aðalþjálfari hjá karlaliði ÍBV í dag en hann býr yfir reynslu úr enska boltanum bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari. Hann lék meðal annars fyrir Ipswich Town, Crystal Palace og Portsmouth og var aðstoðarþjálfari Sol Campbell hjá Southend United.

Hemmi er 48 ára gamall og saknar enska boltans sárlega. Hann rifjaði upp þegar hann endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem leikmaður Ipswich.

„Þjálfun er ástríðan mín, þetta er dópið mitt. Ég er núna á mínu fjórða tímabili hér á Íslandi en ég vil koma aftur til Englands að þjálfa, það er markmiðið mitt. Mér líður eins og ég sé tilbúinn til að taka þetta skref eftir tíu ár sem þjálfari. Ég þrái að snúa aftur til Englands," sagði Hemmi.

„Hjá Ipswich var búist við að við yrðum í fallbaráttunni en við enduðum í fimmta sæti með 66 stig. Það voru engar stjörnur í liðinu en við vorum gríðarlega vinnusamir og George Burley náði því besta úr hópnum. Við vissum nákvæmlega hvað við vorum að gera og skiptumst á að spila með þriggja og fjögurra manna varnarlínu.

„Þegar við unnum gegn Manchester United snemma á tímabilinu öðluðumst við trú að við gætum unnið gegn hvaða andstæðingum sem er."

Ipswich komst í Evrópukeppni og datt út í 32-liða úrslitum gegn Inter, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0 á heimavelli. „Þetta voru stórkostleg kvöld," sagði Hemmi þegar hann rifjaði upp Evrópukvöldin með Ipswich.


Athugasemdir
banner
banner
banner