Þrír leikir fóru fram í 2. deild karla seinni partinn í dag.
KV sem var á toppnum fyrir umferðina féll niður í 3. sæti eftir 3-2 tap gegn Völsungi. Fjarðabyggð og Reynir S. gerðu 2-2 jafntefli og ÍR vann auðveldan 6-0 sigur á heimavelli.
Valdimar Daði Sævarsson kom KV yfir strax á 4. mínútu en Bjarki Baldvinsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson kom KV aftur yfir en markahæsti leikmaður deildarinnar Sæþór Olgeirsson jafnaði metin.
Patryk Hryniewicki varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja 3-2 sigur Völsungs.
Magnús Sverrir Þorsteinsson kom Reynir S. yfir eftir klukkutíma leik en Adam Örn Guðmundsson jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Hörður Sveinsson kom Reyni aftur yfir en Edon Osmani skoraði sjálfsmark á 90. mínútu og tryggði Fjarðabyggð jafntefli.
ÍR var 2-0 yfir í hálfleik gegn KF en Reynir Haraldsson og Bragi Karl Bjarkason skoruðu tvö mörk hvor í síðari hálfleik og 6-0 sigur KF staðreynd.
Stöðuna í deildinni og úrslit dagsins má sjá hér að neðan.
KV 2-3 Völsungur
1-0 Valdimar Daði Sævarsson ('4)
1-1 Bjarki Baldvinsson ('41)
2-1 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('53)
2-2 Sæþór Olgeirsson ('58)
2-3 Patryk Hryniewicki, Sjálfsmark ('72)
Fjarðabyggð 2-2 Reynir S.
0-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('60)
1-1 Adam Örn Guðmundsson ('62)
1-2 Hörður Sveinsson ('73)
2-2 Edon Osmani, Sjálfsmark ('90)
ÍR 6-0 KF
1-0 Axel Kári Vignisson ('5)
2-0 Bergvin Fannar Helgason ('26)
3-0 Reynir Haraldsson ('55)
4-0 Bragi Karl Bjarkason ('66)
5-0 Bragi Karl Bjarkason (68)
6-0 Reynir Haraldsson ('77)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir