Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 04. júlí 2023 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
„Allir kennararnir í framhaldsskólanum kalla mig Hákon"
Icelandair
Haukur Andri Haraldsson.
Haukur Andri Haraldsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hákon í leik með íslenska landsliðinu.
Hákon í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagastrákurinn Haukur Andri Haraldsson kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Foreldrar hans Har­ald­ur Ing­ólfs­son og Jón­ína Víglunds­dótt­ir léku bæði með A-landsliðum Íslands á sín­um tíma og þá eru eldri bræður hans - Hákon Arnar og Tryggvi Hrafn - báðir öflugir fótboltamenn.

Haukur er að fara að taka þátt á EM U19 landsliða með Íslandi, en hann er aðeins 17 ára gamall.

Hann ræddi við Fótbolta.net í gær um bræður sína, en hann var fyrst spurður út í Hákon sem leikur með FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Hákon gerði frábæra hluti með FCK á síðasta tímabili og hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður. Hann er núna sterklega orðaður við Lille í Frakklandi.

„Ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá brósa. Hann var orðaður við Lille á eitthvað metfé. Hákon er virkilega góður leikmaður og ég horfi mikið upp til hans. Hann er stór fyrirmynd fyrir mig og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann gerir," sagði Haukur.

Þeir eru með sama blóð og ég
„Þetta eru stóru bræður mínir og það væri skrítið ef ég myndi ekki sjá þá sem fyrirmyndir. Það er virkilega gaman að sjá þá báða standa sig svona vel á háu stigi. Það er hvatning fyrir mig að gera enn betur. Þeir eru með sama blóð og ég, og þá hlýt ég að geta þetta líka."

Hvorum er hann líkari?

„Ég er miklu líkari Hákoni. Við erum mjög líkir í útliti og allir kennararnir í framhaldsskóla kalla mig Hákon. Við erum einnig líkir í því hvernig við spilum, við viljum spila hratt og fá hann aftur. Tryggvi er bara algjör raketta á kantinum og markaskorari. Hann er mun líkari mömmu og við Hákon líkari pabba," sagði Haukur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan en þar ræðir Haukur líka um ÍA og tímabilið þar.

Haukur er eins og áður segir hluti af U19 landsliðinu sem hefur leik í lokakeppni Evrópumótsins í dag. Liðið mætir Spáni klukkan 19:15.
Aldrei hægt að vanmeta Ísland - „Erum með lið og gæðin í það“
Athugasemdir
banner
banner
banner