Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
banner
   fim 04. júlí 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 11. umferð - Héldu loksins hreinu
Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er algjör lykilmaður fyrir Stjörnuna.
Er algjör lykilmaður fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, er sterkasti leikmaður 11. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Anna María var mjög öflug í vörn Stjörnunnar þegar liðið vann 1-0 sigur á Keflavík.

Þetta var í fyrsta sinn í sumar þar sem Stjarnan heldur hreinu en varnarleikur liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska. Einnig var um að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar en hann tók við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni á dögunum.

„Anna var frábær í vörn Stjörnunar í kvöld. Allt annað að sjá varnarlínu Stjörnunar og var þetta fyrsti leikurinn þar sem þær héldu hreinu í sumar," skrifaði Halldór Gauti Tryggvason í skýrslu sinni frá leiknum.

Anna María, sem er fædd árið 1994, hefur leikið allan sinn feril með Stjörnunni. Hún er fjórum leikjum frá því að komast í 300 KSÍ-leiki fyrir félagið.

Þessi öflugi miðvörður hefur þá leikið níu leiki fyrir A-landslið Íslands en Stjarnan þarf á henni að halda í fantaformi ef liðið ætlar að halda sér í efri hlutanum. Stjarnan er núna í sjötta sætinu með tólf stig eftir þennan kærkomna sigur.

Sterkastar í fyrri umferðum
10. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
9. umferð - Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner