fim 27. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 10. umferð - Elskar að spila gegn Keflavík
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katrín fagnar marki með Breiðabliki.
Katrín fagnar marki með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir er sterkasti leikmaður 10. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Katrín var frábær þegar Breiðabliki gerði góða ferð í Keflavík á dögunum.

„Í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni þetta sumarið og skorar tvö. Eins og sönnum framherja sæmir var hún á réttum stað á réttum tíma í tvígang og var verðlaunuð fyrir. Virðist henta henni ágætlega að spila gegn Keflavík því hún skoraði einnig tvívegis er liðin mættust í bikarnum á dögunum," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Katrín elskar greinilega að spila gegn Keflavík en hún var einnig maður leiksins gegn þeim í Mjólkurbikarnum á dögunum.

Þessi öflugi sóknarmaður hefur verið að stíga upp úr meiðslum og er að koma sterk til baka.

„Ég meiddist í mars á hnénu en ég hef verið að koma mér jafnt og þétt í gang. Núna finnst mér ég vera komin á góðan stað. Þetta tekur alltaf á og sérstaklega þegar við erum komin með svona stóran og góðan hóp. Það er rosalega mikil samkeppni og ég fagna því bara. Þetta er frábært lið. Stelpur ungar sem aldnar. Það eru 14 ár á milli mín og yngsta leikmannsins í hópnum. Þetta er frábær liðsheild og góður hópur," sagði Katrín við Fótbolta.net á dögunum.

Sterkastar í fyrri umferðum
9. umferð - Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
Athugasemdir