Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 04. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Faðir Son yfirheyrður vegna ásakana um ofbeldi gegn barni
Atvikið átti sér stað í æfingaferð Son Academy, sem er fótboltaskóli á vegum Heung-Min Son og fjölskyldu hans
Atvikið átti sér stað í æfingaferð Son Academy, sem er fótboltaskóli á vegum Heung-Min Son og fjölskyldu hans
Mynd: EPA
Faðir suður-kóreska fótboltamannsins Heung-Min Son var í gær yfirheyrður vegna ásakana um að hafa beitt ungan strák andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Woong-Jung Son, faðir leikmannsins, er framkvæmdastjóri fótboltaskólans Son Academy.

Hann og tveir þjálfarar skólans voru yfirheyrðir í Chuncheno, 75 kílómetrum frá Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, vegna ásakana um að hafa beitt ungum leikmanni skólans andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Annar af þjálfurum er Heung-Yoon Son, eldri bróðir Heung-Min.

Foreldrar unga leikmannsins lögðu fram skýrslu til lögreglu í mars eftir að hafa fundið mar á innanverðu læri stráksins eftir æfingaferð skólans í Okinawa í Japan.

Þjálfararnir tveir eru ásakaðir um að hafa slegið drenginn á meðan faðir Son er ásakaður um að hafa beitt hann andlegu ofbeldi vegna mistaka sem hann gerði á æfingu.

Lögreglan í Gangwon sendi málið áfram til saksóknara í apríl og voru mennirnir þrír yfirheyrðir í fyrsta sinn í þessari viku.

Son eldri og þjálfararnir tveir neita sök en hann hefur einnig sagt að foreldrar stráksins hafi farið ranglega með sök og að hann sé samvinnuþýður við rannsókn málsins.

Hann er sjálfur fyrrum leikmaður í Suður-Kóreu og hefur á síðustu árum fengið mikið lof fyrir að ala upp einn besta leikmann í sögu landsins.
Athugasemdir
banner
banner