Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 13:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Trúði varla hversu góð stemingin var - „Hugsaði hvort mönnum væri alveg sama"
Marki Grímsa gegn Val var fagnað vel.
Marki Grímsa gegn Val var fagnað vel.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Á leið í bikarúrslit annað árið í röð.
Á leið í bikarúrslit annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, var gestur í Þungavigtinni í gær. Hann ræddi þar um tímabil KA til þessa og veikindin erfiðu sem hafa sett strik í reikninginn á hans tímabili.

„Maður er kannski dramatískur þegar maður er veikur, en ég vissi ekki hvort ég myndi ná að lifa þetta af, mér leið það illa. Eftir svona 2-3 daga þá hugsaði ég að mér væri orðið sama um fótbolta, langaði bara að ná heilsu til að geta lifað eðliegu lífi. Ég er í grunninn í góðu formi sem hjálpar mér að koma til baka, ég tel mig vera mjög heppinn að vera á þeim stað sem ég er á í dag," sagði Hallgrímur.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Valur

KA hefur náð að koma sér úr botnsæti deildarinnar með sigrum í síðustu leikjum og KA kom sér í úrslitaleik bikarsins annað árið í röð þegar liðið sló út Val í vikunni.

„Mér finnst asnalegt að vera tala um þynnku og svoleiðis. En við fórum mjög hátt upp í fyrra, fórum í bikarúrslit og spiluðum við Club Brugge sem er eitthvað sem enginn í þessum hópi hefur gert áður. Það var eitthvað andleysi eða kæruleysi í byrjun. Síðan kemur landsleikjahléið, menn fá tíma til að hugsa. Í bikarleiknum gegn Fram fannst mér við vera mættir aftur sem liðið sem við höfum verið undanfarin ár. Það er eins og það kvikni á öllum aftur. Guð minn góður hvað það er fínt að vera farinn að vinna leiki aftur."

Hallgrímur var spurður hvort það hefði einhvern tímann orðið þungt yfir mönnum.

„Nei, mér finnst eiginlega grillað hvað það var góð stemning í hópnum. Ég var farinn að hugsa á tímabili, með fullri virðingu með liðsfélögum mínum og öllu, hvort mönnum væri alveg sama. Stemningin var mjög góð í klefanum og á öllum æfingum, eins og við værum að berjast um Evrópu. Það er kannski af því að menn misstu aldrei trú á verkefninu og sem betur fer er þetta upp á við núna."

„Í síðustu umferð spiluðum við gegn HK. Á sama tíma var FH - Breiðablik og ÍA - Valur. Ég hugsaði fyrir þann leik að ef við vinnum okkar og hitt fer eins og það á að fara, þá væru sex stig í FH og við áttum þá í næstu umferð. Þetta er illa grillað, er ekki að segja að við náum Evrópusæti í deildinni, en maður veit aldrei, þetta er svo rugluð deild."


Haallgrímur Mar segir að það hafi verið full trú á nafna hans Hallgrími Jónassyni þjálfara.

„Ég hef allavega ekki fundið fyrir neinu öðru. Hann hefur tru á okkur og ég held það sé gagnkvæmt. ?ér hefur aldrei fundist vera nein vantrú á þjálfarann," sagði Hallgrímur Mar.
Athugasemdir
banner
banner
banner