Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. ágúst 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már: Ekki sammála því að við höfum verið leiðinlegir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í kvöld mætast Valur og KR í stórleik í Pepsi Max-deild karla. Íslandsmeistararnir í Val eru í efsta sæti og KR er í 5. sæti deildarinnar.

Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, svaraði nokkrum spurningum í viðtali sem birt var á Valur Fótbolti á Facebook.

„Það er klárlega hugur í mönnum. Það er alltaf gaman að kljást við KR og sérstaklega þegar svona mikið er undir," sagði Birkir.

Einhver umræða hefur verið um að Valur spili leiðinlegan fótbolta, er Birkir sammála því?

„Nei, ég er ekki sammála um að við höfum verið leiðinlegir en mér finnst klárlega að við eigum smá inni spilalega séð. Vonandi spilum við góðan leik i kvöld og notum það sem stökkpall fyrir restina af tímabilinu."

Að lokum var Birkir spurður út í mikilvægi leiksins í kvöld.

„Þetta er einn af mörgum lykilleikjum sem við munum spila þessa næstu tvo mánuði. Tímabilið mun ekki ráðast á leiknum í kvöld en það væri vissulega mjög gott að ná í sigur og slíta sig aðeins fra pakkanum," sagði bakvörðurinn.

Leikir kvöldsins
19:15 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
19:15 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-KR (Origo völlurinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner