Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. ágúst 2021 11:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Egill dómari: Stend fast á því að þetta er aldrei víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur hafði allt nema mörk," sagði Egill Arnar Sigurþórsson, dómari í leik Fylkis og Leiknis, en hann fór í viðtal á Stöð 2 Sport eftir 0-0 leik í Árbænum í gær.

Í stórum útsendingum er möguleiki á að dómarar komi í viðtöl til að fara yfir stór atvik. Egill fór yfir tvö atvik með Stefáni Árna Pálssyni sjónvarpsmanni.

Annað þeirra var rauða spjaldið sem Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis, fékk í lokin.

„Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu," segir Egill.

Hitt atvikið sem hann skoðaði er þegar Fylkir vildi fá vítaspyrnu í leiknum. Orri Sveinn Stefánsson féll þá í teignum en Egill dæmdi ekkert. Egill segir að hann hefði verið mjög óánægður með sig ef hann hefði farið í vítaspyrnu þarna.

„Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti."


Athugasemdir
banner
banner