Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. ágúst 2021 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Gaal tekur við hollenska landsliðinu í þriðja sinn (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Hollendinga í þriðja sinn á ferlinum. Tilkynnt var um ráðninguna í morgun.

Hann tekur við af Frank de Boer og er ráðinn fram yfir HM í Katar á næsta ári.

Hann var landsliðsþjálfari á árunum 2000-2002 og 2012-2014. Hann hefur ekki verið í starfi frá árinu 2016 þegar hann var látinn fara frá Manchester United.

Van Gaal verður sjötugur á sunnudaginn. Hann er fyrrum þjálfari Barcelona, Ajax, AZ og Bayern Munchen. Hann stýrði Man Utd á árunum 2014-2016 og stýrði liðinu til bikarmeistaratitils árið 2016.

Hann segir að einbeitingin fari strax á HM í Katar sem fer fram eftir tæplega eitt og hálft ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner