Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. ágúst 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mertens hafnaði Juventus - Neitar að svíkja lit
Dries Mertens, til hægri, ásamt Fabian Ruiz.
Dries Mertens, til hægri, ásamt Fabian Ruiz.
Mynd: Getty Images

Framherjinn lágvaxni Dries Mertens er samningslaus eftir níu ár hjá Napoli þar sem hann skoraði 148 mörk og gaf 90 stoðsendingar í 397 leikjum.


Mertens er 35 ára gamall og átti gott tímabil með Napoli á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði ellefu mörk í 30 deildarleikjum.

Hann hafnaði nýjum samningi frá Napoli og nú segir La Gazzetta dello Sport að hann hafi einnig hafnað samningi frá Juventus á dögunum af ást sinni við Napoli.

Það er mikill rígur á milli Juve og Napoli í ítalska boltanum. Sá rígur táknar þann djúpa ríg sem ríkir á milli norður- og suðurhluta Ítalíu og þess vegna er mikið gert úr því ef leikmenn Napoli fara yfir til Juventus eða öfugt.

Maurizio Sarri og Gonzalo Higuain eru góð dæmi um menn sem ættu ekki að stíga fæti inn í Napolí eftir að hafa verið hjá báðum félögum.

Mertens á 21 mark í 105 landsleikjum með Belgíu.


Athugasemdir
banner
banner