Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. ágúst 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allt brjálað hjá Dortmund - Líklega rekinn eftir þrjá mánuði í starfi
Mynd: Getty Images

Sven Mislintat, yfirmaður fótboltamála hjá Dortmund, gæti verið rekinn aðeins þremur mánuðum eftir að hafa verið ráðinn í starfið.


Þýski miðillinn Bild greinir frá því að það sé mikið ósætti innan félagsins og samband hans og Nuri Sahin, stjóra liðsins, sé alls ekki gott. Talið er að um valdabaráttu sé að ræða.

Mislintat sá um leikmannakaup Dortmund frá 2006-2017. Hann starfaði síðan hjá Arsenal og Stuttgart áður en hann tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá Ajax.

Hann hætti hjá Ajax eftir að það sauð uppúr hjá félaginu eftir slæmt gengi á síðustu leiktíð og snéri aftur til Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner
banner