Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby þegar liðið tapaði gegn Bröndby í dönsku deildinni í kvöld.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Bröndby en Lyngby hefur aðeins nælt í eitt stig í fyrstu þremur leikjunum.
Andri Lucas Guðjohnsen lék allan leikinn þegar Gent tapaði gegn nýliðum Dender í belgísku deildinni.
Dender var með forystu í hálfleik en Gent jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks. Sigurmarkið kom síðan þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma. Gent er með þrjú stig eftir tvær umferðir í 5. sæti deildarinnar.
Andri Lucas skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þegar hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Íslendingaliðinu Kortrijk í fyrstu umferð. Hann gekk til liðs við félagið frá Lyngby í sumar.
Athugasemdir