Enski landsliðsmaðurinn Ivan Tone hefur verið orðaður við hin og þessi lið í sumar. Toney, sem fór í nokkra mánaðabann í vetur fyrir að veðja á leiki, er kominn aftur út á völlinn og var í enska landsliðshópnum á Evrópumótinu í þýskalandi í sumar.
‚Ivan er leikmaður Brentford og þannig hugsa ég um Ivan. Ef hann heldur áfram hér hjá Brentford verð ég himinlifandi.‘ sagði Thomas Frank , stjóri Brentford, um Toney.
Toney kom til Brentford frá Peterborough í september árið 2020. Þá var hann að spila í C deildinni og var með meira en mark í öðrum hvorum leik í öllum keppnum.
Hjá Brentford hefur hann spilað 141 leik og skorað í þeim 72 mörk í öllum keppnum.
Brentford eru á fullu að undirbúa sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni en næsti leikur liðsins er gegn Wolfsburg. Frank segir það vera líklegt að Toney verði með liðinu í þeim leik.
‚Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég sé það fyrir mér að hann verði í hópnum.‘
Brentford eru sagðir vilja fá 100 milljónir punda fyrir framherjann en lið eins og Arsenal og Manchester United hafa sýnt honum mikinn áhuga.