Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 04. september 2021 13:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Berg æfði ekki í dag og tveir aðrir tæpir - Kári klár
Icelandair
Jói bar fyrirliðabandið gegn Rúmeníu
Jói bar fyrirliðabandið gegn Rúmeníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Norður-Makedóníu í undankeppni HM á morgun. Í dag sagt Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, fyrir svörum á fréttamannafundi og var spurður út í stöðuna á leikmannahópnum.

Jóhann Berg Guðmundsson æfði ekki í dag og þá voru þeir Birkir Bjarnason og Mikael Neville Anderson á strigaskóm á æfingunni.

„Ástandið á hópnum er alveg ágætt. Í dag voru þrír sem voru smá tæpir. Mikki fékk smá spark í kálfann frá Kára á æfingu í gær, ekkert alvarlegt þannig lagað bara að sjá til þess að það komi ekki blæðing inn á vöðvann," sagði Arnar.

„Svo eru Birkir og Jói að ná sér eftir leikinn gegn Rúmeníu. Það er það sama og hjá Mikka, varúðarástæðarnir í dag og svo tekin ákvörðun á morgun. Það lítur bara ágætlega út."

Kári Árnason var fulltrúi leikmanna á fundinum, Kári lék ekki með gegn Rúmeníu á fimmtudag. Hann var spurður út í stöðuna á sér.

„Hún hefur skánað mikið og er klár en það er undir þjálfuranum komið hvað þeir ákveða að gera. Ég ætti að geta klárað leikinn á morgun ef ég fæ að byrja," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner