Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. september 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dieng kominn aftur til Marseille eftir gluggadagsævintýrið
Mynd: EPA

Senegalski framherjinn Bamba Dieng var næstum því genginn til liðs við Leeds United í sumar.


Hann var staddur á flugvellinum í Marseille á gluggadegi þar sem hann ætlaði að fljúga til Leeds en hætti við á síðustu stundu. OGC Nice blandaði sér í baráttuna um framherjann og fékk tilboð sitt samþykkt.

Dieng gat því valið á milli Leeds og Nice og sat hann á flugvellinum í dágóða stund áður en hann kaus að hætta við skiptin til Leeds og fara frekar til Nice.

Dieng hélt til Nice en í stað þess að vera kynntur sem nýr leikmaður féll hann á læknisskoðun og var látinn snúa aftur til Marseille.

Í gær mætti hann svo á æfingu hjá félaginu í fyrsta sinn eftir gluggadagsævintýrið. Hann æfði með unglingaliðinu á meðan liðsfélagarnir unnu 0-2 sigur á útivelli gegn Auxerre til að halda í við PSG í toppbaráttunni. Sterkt lið Marseille er með 16 stig eftir 6 umferðir af nýju deildartímabili.

Dieng er 22 ára gamall og skoraði 7 mörk í 25 leikjum á síðustu leiktíð auk þess að verða Afríkumeistari með Senegal.

Sjá einnig:
Tveir leikmenn Marseille á leið í úrvalsdeildina
Dan James á förum eftir Dieng kemur
Nice reynir að stela Dieng frá Leeds
Hætti við Leeds og féll svo á læknisskoðun hjá Nice


Athugasemdir
banner
banner
banner