Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   sun 04. september 2022 18:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stelpurnar okkar hjálpa agnarsmáu félagi í Hollandi
Skíðaskáli, tennisvellir og fótboltavellir á æfingasvæði Íslands
Icelandair
Stelpurnar okkar mæta til leiks í dag.
Stelpurnar okkar mæta til leiks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfingavöllurinn.
Æfingavöllurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í síðustu viku þurftu stelpurnar okkar að flýja inn er þær æfðu á Íslandi. Í dag var staðan önnur er þær æfðu í fyrsta sinn í Hollandi fyrir leikinn rosalega sem er framundan.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

Um 30 stiga hiti var er stelpurnar æfðu í smábænum Soesterberg sem er rétt fyrir utan Utrecht þar sem leikurinn á þriðjudag fer fram.

Það var skemmtileg sveitastemning á æfingasvæðinu, en þarna á svæðinu eru einnig tennisvellir og skíðabrautir. Þá er þarna skemmtilegur skíðaskáli þar sem fréttamenn Fótbolta.net fengu tækifæri til að svala þorsta sínum í hitanum mikla.

Félagið sem spilar leiki sína þarna er í níundu efstu deild í Hollandi, en aðstæður eru mjög góðar þrátt fyrir það.

Einn af eigendum Vliegdorp - eins og félagið heitir - tjáði fréttamanni Fótbolta.net það að ekki væri auðvelt að fá styrki og halda þannig félaginu á floti. Hver styrkur - sama hversu hár eða smár hann er - hjálpar til muna. Það hjálpar einnig að fá lið til æfinga á svæðinu því þau borga fyrir það. Því er heimsóknin hjá íslenska liðinu í kvöld að hjálpa þessu agnarsmáa félagi í Hollandi.

Maðurinn sem undirritaður talaði við var mjög spenntur fyrir stórleiknum sem er framundan. Hann styður auðvitað við bakið á Hollandi en hafði gaman að því að fá íslenska liðið í heimsókn.

Stemningin á æfingunni var góð og andinn í íslenska liðinu hefur sjaldan verið betri.

Leikurinn mikilvægi er á þriðjudag klukkan 18:45. Þá skýrist það hvort Ísland komist beint á HM eða ekki. Jafntefli eða sigur dugir, en ef leikurinn tapast þá förum við í umspil.

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands


Athugasemdir
banner
banner