Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. september 2022 15:34
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Antony þekkir kerfið - McTominay er að spila virkilega vel
Mynd: EPA

Erik ten Hag svaraði spurningum fyrir upphafsflaut stórleiks Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sem var að hefjast fyrir skömmu.


Ten Hag gerir eina breytingu á byrjunarliði Man Utd sem sigraði á útivelli gegn Leicester í síðustu umferð þar sem nýi leikmaðurinn Antony kemur beint inn í liðið.

Antony er ekki eini Brasilíumaðurinn sem Man Utd krækti í undir lok félagsskiptagluggans því Casemiro kom einnig og byrjar hann á bekknum annan leikinn í röð.

„Þessir þrír sigrar gefa okkur eitthvað smá aukalega, þeir bæta sjálfstraustið. Liðið er fullt sjálfstrausts, við vitum að við erum mjög erfiðir andstæðingar ef við sýnum rétt hugarfar," sagði Ten Hag.

„Antony þekkir leikstílinn sem við viljum spila, hann þekkir væntingarnar sem ég hef og kröfurnar sem ég geri. Hann getur verið gífurlega mikil ógn úti á kantinum, sérstaklega þegar hann kemst einn á einn, og þess vegna vel ég hann í byrjunarliðið.

„Casemiro er nýr hérna og þarf aðlögunartíma. Hann þarf að venjast liðsfélögunum og leikstílnum sem ég vill að liðið spili. Það spilar líka inní að Scott McTominay er að spila virkilega vel."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner