Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins, hefur verið tilnefnd til Ballon d'Or-verðlaunanna sem verða afhend á sérstökum viðburði France Footballþann 28. október næstkomandi.
Íslenska landsliðskonan var frábær með Bayern á síðustu leiktíð er liðið vann þýsku deildina annað árið í röð.
Glódís hefur verið með allra bestu varnarmönnum heims síðustu ár og hefur hún fengið stóra viðurkenningu fyrir spilamennsku sína, en í dag var greint frá því að hún sé meðal þeirra tuttugu kvenna sem tilnefndar eru til Ballon D'or, sem þykja stærstu og virtustu verðlaun sem leikmaður getur unnið.
Aitana Bonmatí, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, er talin líklegust til að vinna verðlaunin, en hún vann deild og Meistaradeild með Börsungum á síðasta ári ásamt því að hafa verið lykilkona í liði Spánar.
Norski sóknarmaðurinn Ada Hegerberg er tilnefnd í fjórða sinn fyrir frábæran árangur sinn með Lyon í Frakklandi.
Hér fyrir neðan má sjá listann en fleiri nöfn eiga eftir að bætast við hann.
Tilnefningar til Ballon d'Or:
Aitana Bonmati (Barcelona), Ada Hegerberg (Lyon), Lauren Hemp (Man City), Trinity Rodman (Washington Spirit), Barbra Banda (Shanghai RCB, Orlando Pride), Tarciane Lime (Houston Dash), Manuela Giugliano (Roma), Mallory Swanson (Chicago Red Stars), Glódís Perla Viggoódóttir (Bayern), Mariona Caldentey (Barca, Arsenal), Lauren James (Chelsea), Patricia Guijarro (Barca), Lea Schuller (Bayern), Gabi Portilho (Corinthians), Tabitha Chawinga (PSG), Caroline Graham Hansen (Barca), Lindsey Horan (Lyon), Lucy Bronze (Barca, Chelsea), Sjoeke Nusken (Chelsea), Yui Hasegawa (Man City).
Nominated for the 2024 Women’s Ballon d’Or @glodisperla @FCBfrauen @footballiceland #ballondor pic.twitter.com/bgB6xvagW0
— Ballon d'Or (@ballondor) September 4, 2024
Athugasemdir