William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   mið 04. september 2024 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Lyon nýtir jóker-regluna og kaupir Veretout (Staðfest)
Mynd: Lyon
Franska félagið Lyon hefur fest kaup á franska miðjumanninum Jordan Veretout en hann kemur frá Marseille fyrir fjórar milljónir evra.

Félagaskiptaglugginn í Frakkland og víðar í Evrópu lokaði síðasta föstudag en í Frakklandi er til reglugerð sem nefnist 'Jóker', en félögunum í tveimur efstu deildunum er heimilt að skipta leikmönnum á milli utan gluggans. Reglan virkar þannig að hvert félag má aðeins sækja einn leikmann á 'Jóker' tímabilinu.

Lyon hefur nýtt sér reglugerðina með því að kaupa Veretout frá Marseille.

Veretout var í landsliðshóp Frakka sem fór á HM í Katar fyrir tveimur árum og á alls sex leiki fyrir landsliðið.

Leikmaðurinn hefur einnig spilað fyrir Aston Villa, Nantes, Fiorentina og Roma á ferlinum.

Frakkinn gerði tveggja ára samning við Lyon og voru skiptin staðfest í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner