Franska félagið Lyon hefur fest kaup á franska miðjumanninum Jordan Veretout en hann kemur frá Marseille fyrir fjórar milljónir evra.
Félagaskiptaglugginn í Frakkland og víðar í Evrópu lokaði síðasta föstudag en í Frakklandi er til reglugerð sem nefnist 'Jóker', en félögunum í tveimur efstu deildunum er heimilt að skipta leikmönnum á milli utan gluggans. Reglan virkar þannig að hvert félag má aðeins sækja einn leikmann á 'Jóker' tímabilinu.
Lyon hefur nýtt sér reglugerðina með því að kaupa Veretout frá Marseille.
Veretout var í landsliðshóp Frakka sem fór á HM í Katar fyrir tveimur árum og á alls sex leiki fyrir landsliðið.
Leikmaðurinn hefur einnig spilað fyrir Aston Villa, Nantes, Fiorentina og Roma á ferlinum.
Frakkinn gerði tveggja ára samning við Lyon og voru skiptin staðfest í kvöld.
???? Jordan Veretout est Lyonnais ????????
— Olympique Lyonnais (@OL) September 4, 2024
????? https://t.co/ASr0gZUZOs#Veretout2026 pic.twitter.com/hM2YCZ6CgR
Athugasemdir