Henrik Bodker, annar aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var að vonum í skýjunum eftir magnaðan 2-1 sigur liðsins gegn FH í úrslitaleik Pepsi-deildarinnar í dag.
Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni titilinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, hreint út sagt ótrúlega dramatískur endir á tímabilinu.
Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni titilinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, hreint út sagt ótrúlega dramatískur endir á tímabilinu.
Lestu um leikinn: FH 1 - 2 Stjarnan
,,Þetta var eins klikkað og þetta gat verið. Ég var að bilast undir lokin, ég hugsaði ekki neitt og skildi ekki hvað var að gerast," sagði Henrik við Fótbolta.net eftir leikinn.
,,Víti í uppbótartíma, að sjálfsögðu, að sjálfsögðu. Miðað við þetta sumar sem við erum búnir að hafa, þá gerðist þetta að sjálfsögðu."
,,Við vorum tíu og FH fékk risastór færi og það var langt á milli færa hjá okkur. En í svona leik getur allt gerst og það verður alltaf smá spenna í lokin, en við vorum heppnir í lokin. Þetta var ótrúlegt, ég horfði ekki á vítið."
Athugasemdir