Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 04. október 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir ekki í hóp hjá Brescia - Á leið til Sion?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason er ekki í leikmannahópi Brescia sem er að spila við Cittadella í ítölsku B-deildinni þessa stundina.

Birkir hefur verið orðaður við Sion í Sviss og telja ítalskir fjölmiðlar hann vera á leið þangað, þar sem hann myndi spila undir stjórn Fabio Grosso.

Birkir gekk í raðir Brescia í janúar og spilaði 13 leiki er liðið féll úr Serie A. Hann var ónotaður varamaður í jafntefli gegn Ascoli í fyrstu umferð.

Birkir myndi væntanlega fá meiri spiltíma hjá Sion sem er með tvö stig eftir þrjár umferðir í efstu deild í Sviss. Sion endaði í áttunda sæti af tíu á síðustu leiktíð, einu stigi frá fallsæti.

Það er þó óljóst hvort Sion takist að sannfæra Brescia um að leyfa Birki að fara.
Athugasemdir
banner