Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2020 17:55
Ívan Guðjón Baldursson
Edinson Cavani er mættur til Englands
Mynd: FIFA
Sky Sports greinir frá því að úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani er mættur til Englands þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Manchester United þegar, og ef, samkomulag næst.

Rauðu djöflunum vantar sóknarmann fyrir tímabilið og mun hinn 33 ára gamli Cavani skrifa undir tveggja ára samning. Hann kemur á frjálsri sölu eftir að samningurinn við Paris Saint-Germain rann út í sumar.

Stuðningsmenn Man Utd eru á báðum áttum varðandi þessi félagaskipti enda eru launakröfur Cavani ekkert til að grínast með. Auk launakrafna er þóknun umboðsmanns hans gífurlega há en í heildina þurfa Rauðu djöflarnir að borga rúmlega 30 milljónir punda í kostnað til að fá hann á tveggja ára samning.

Cavani er markaskorari af guðs náð en hann átti slakt tímabil í fyrra og gerði aðeins 7 mörk í 22 leikjum. Í heildina skoraði hann 200 mörk í 300 leikjum hjá PSG.
Athugasemdir
banner
banner