Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Sjálfum okkur að kenna - Alisson frá í nokkrar vikur
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var rólegur eftir sögulegt 7-2 tap gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aston Villa valtaði yfir Liverpool og var staðan 4-1 í leikhlé.

„Í fyrsta lagi þá verð ég að segja að Villa spilaði frábæran leik. Þeir voru sterkir, gáfaðir og beinskeyttir á meðan við vorum það ekki. Við klúðruðum dauðafærum, en þegar maður fær sjö mörk á sig er mjög erfitt að segja að leikurinn hefði átt að fara 7-7," sagði Klopp.

„Við gerðum alltof mikið af mistökum, við töpuðum boltanum á hættulegum svæðum og litum út fyrir að vera hauslausir eftir fyrsta markið. Við vorum skapandi en vörðumst ekki nógu vel svo þeir voru hættulegir í hvert skipti sem þeir komust í skyndisókn.

„Svo vorum við óheppnir að þrjú skot breyttu um stefnu áður en þau enduðu í netinu. Það er óheppni en það er ekki tilviljun því það þýðir að við vorum ekki nógu góðir að verjast. Við getum ekki kennt neinum um nema okkur sjálfum."


Alisson Becker var ekki í liði Liverpool vegna meiðsla og segir Klopp að brasilíski markvörðurinn verði ekki liðtækur fyrr en í kringum mánaðarmótin. Adrian mun því verja mark Liverpool í næstu leikjum eftir landsleikjahlé, nema félagið kaupi sér markvörð.

„Hann verður frá í nokkrar vikur. Alltof lengi til að geta spilað næstu leiki allavega."
Athugasemdir
banner
banner