Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Fór úr atvinnumennsku í fótbolta yfir í kvikmyndagerð
Stefnir á að gefa út bíómynd
Kristján Gauti Emilsson í leik með FH í sumar.
Kristján Gauti Emilsson í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Gauti fagnar marki árið 2014.
Kristján Gauti fagnar marki árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Gauti Emilsson tók fram takkaskóna í vor og kom við sögu með FH í Pepsi Max-deildinni í sumar. Kristján Gauti fór ungur til Liverpool en hann spilaði síðan með FH áður en hann fór til NEC Nijmegen í Hollandi árið 2014.

Eftir erfið meiðsli kom Kristján Gauti aftur til Íslands árið 2016 en hann lagði skóna þá á hilluna og fór að einbeita sér að öðrum hlutum. Í viðtalið við Jón Pál Pálmason í hlaðvarpi Fimleikafélagsins talar Kristján Gauti um kvikmyndagerðina.

„Ég fór í kvikmyndaskóla Íslands í tveggja ára nám og það var virkilega skemmtilegur tími. Ég stefni á að vera kvikmyndagerðarmaður í framtíðinni," sagði Kristján Gauti í viðtalinu en hann stefnir á að gefa út bíómynd.

„Ég er núna að leggja lokahönd á handrit og storyboard þar sem ég er að teikna rammana því ég ætla að leikstýra sjálfur. Ég fer líklega af stað með það af alvöru í lok árs. Ég sendi þá handritið á framleiðendur og vonast til að fá jákvæð viðbrögð. Ég stefni á að gera bíómynd."

„Handritið heitir hlaupari og fjallar um unga konu sem þráir að verða hlaupari í fremstu röð og hvernig hún kemur með vonarneisa inn í líf feðga sem fylgjast með móður og eiginkonu heyja baráttu fyrir lífi sínu."


Handritið ýtti á endurkomu í fótboltann
Kristján Gauti er 27 ára gamall en hann ákvað að byrja aftur í fótbolta með FH síðastliðið vor.

„Margir eru að spyrja mig af hverju núna? Hvað varð til þess að ég ákvað að taka skóna af hillunni? Ég er ekki með ákveðið svar við því. Það er skrýtið að segja það en mér finnst það tengjast mikið því að ég var að vinna í þessu handriti. Það var komið á þann stað að það var nálægt því að vera tilbúið. Ég var að pæla í því hvað ég ætlaði að gera ásamt því að gefa út bíómynd. Einhverneginn verð ég að afla mér tekna. Þá kom hugmyndin að byrja aftur í fótbolta. Ég fékk allt í einu sterka tilfinningu fyrir því og fannst ég þurfa að gefa því séns. Ég vissi að ef ég myndi ekki gera það þá myndi ég finna fyrir eftirsjá þegar ég væri orðinn X gamall," sagði Kristján Gauti en hann ætlar að spila áfram með FH á næsta tímabili.

„Mig langar að láta ljós mitt skína í þessu liði og gera eins vel og ég get. Þetta er hrikalega sterkur hópur sem við erum með og verðum með á næsta ári. Það er mikil löngun hjá mér að sýna mitt rétta andlit," sagði Kristján Gauti í viðtali við FH hlaðvarpið.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner