Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mán 04. nóvember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno Fernandes bað Ten Hag afsökunar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United skoraði fyrsta mark sitt á úrvalsdeildartímabilinu í gær þegar Rauðu djöflarnir gerðu 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrsta deildarleiknum án Erik ten Hag við stjórnvölinn.

Ruud van Nistelrooy stýrði liðinu gegn Chelsea og stýrir því áfram út vikuna, allt þar til Rúben Amorim tekur við taumunum eftir næstu helgi.

Ten Hag var rekinn eftir 2-1 tap gegn West Ham, sem skildi Man Utd eftir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Ten Hag gerði Fernandes að fyrirliða og segist Portúgalinn vera sár að hafa ekki tekist að bjarga starfinu hjá þjálfaranum með fleiri sigrum.

„Það er ekki gott þegar stjórinn er rekinn. Við sem leikmenn þurfum að taka hluta af sökinni á okkur því það er auðveldara fyrir félagið að kenna þjálfaranum um og reka hann heldur en að skipta út 15 leikmönnum úr hópnum," sagði Fernandes við Sky Sports eftir jafnteflið gegn Chelsea.

„Ég talaði við stjórann (Ten Hag) og baðst afsökunar. Við erum ekki að skora mörk og mér líður eins og ég sé ábyrgur fyrir því. Ég er vanur að skora mikið af mörkum en þó að ég skori ekki þá gef ég alltaf 100% í leikinn og stjórinn veit það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner