Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. desember 2021 17:35
Brynjar Ingi Erluson
„Farðu út á völl og vertu Divock"
Divock Origi skoraði sigurmark og hér er Mohamed Salah alveg hreint í skýjunum með liðsfélaga sinn eftir markið
Divock Origi skoraði sigurmark og hér er Mohamed Salah alveg hreint í skýjunum með liðsfélaga sinn eftir markið
Mynd: EPA
Költhetjan, Divock Origi, gerði sigurmark Liverpool í 1-0 sigrinum á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, skipti Origi inná fyrir Jordan Henderson á 68. mínútu.

Origi hefur verið þekktur fyrir það hlutverk að galdra fram mörk þegar liðið hefur þurft á því að halda og það gerði hann svo sannarlega í kvöld.

Rétt áður en Origi var skipt inná var Klopp með skilaboð til hans.

,Hann sagði mér að fara inn á völlinn og vera Divock. Við börðumst mikið og þetta var erfiður leikur gegn sterku liði, bæði varnarlega og sóknarlega. Þetta snérist um að ná í sigurinn og það sýnir hvernig hugarfar okkar er," sagði Origi.
Athugasemdir
banner
banner
banner