lau 04. desember 2021 09:30
Victor Pálsson
Saul neitar að gefast upp
Mynd: EPA
Saul Niguez, leikmaður Chelsea, ætlar ekki að gefast upp og er staðráðinn í því að sanna sig í búningi enska félagsins.

Saul hefur ekki heillað neinn á Englandi hingað til en hann fékk að byrja leik gegn Watford í vikunni og spilaði þar á miðjunni.

Spánverjinn átti alls ekki góðan dag og var tekinn af velli í hálfleik rétt eins og í hans fyrsta leik í sumar.

Saul hefur byrjað tvo leiki fyrir Chelsea og hafa þeir báðir endað með því að honum sé skipt af velli í hálfleik sem er ekki frábær frumraun.

Samkvæmt Daily Mail þá er Saul ekki að hugsa um að snúa aftur til Atletico Madrid en hann var lánaður til Chelsea í sumar og getur félagið keypt hann á næsta ári.

Spænski landsliðsmaðurinn ætlar að sanna sig fyrir Thomas Tuchel, stjóra liðsins, og neitar að gefast upp fyrir mikilvæga leiki framundan í desember.

Chelsea gæti skoðað það að senda Saul til baka á nýju ári en hann mun gera allt mögulegt til að það verði ekki raunin.
Athugasemdir
banner
banner
banner