
Í dag fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum HM. Fyrri leikurinn er viðureign Frakklands og Póllands og verður allt sett í gang klukkan 15:00.
Seinni leikurinn er svo viðureign Englands og Senegal sem hefst klukkan 19:00.
Elías Már Ómarsson, leikmaður Nimes í Frakklandi, spáir í leik Frakkana.
Seinni leikurinn er svo viðureign Englands og Senegal sem hefst klukkan 19:00.
Elías Már Ómarsson, leikmaður Nimes í Frakklandi, spáir í leik Frakkana.
Elías Már Ómarsson:
Frakkland 3 - 1 Pólland
Frakkar eru aðeins of stór biti fyrir Pólverjana.
Giroud kemur Frökkum yfir og fljótlega eftir tvöfaldar Mbappé forystuna. Lewandowski minnkar svo muninn og hleypur smá líf í leikinn áður en Mbappé klárar leikinn fyrir Frakka eftir góða skyndisókn.
Fótbolti.net spáir - Sverrir Örn Einarsson:
Frakkland 3 - 1 Pólland
Eftir að hafa rétt slefað inn í 16 liða úrslit gefa Pólverjar Frökkum alvöru leik á Al Thumama Stadium. Býst jafnvel við því að Lewandowski komi Pólverjum yfir snemma leiks en það dugir skammt. Giroud jafnar fyrir hálfleik og Mbappé klárar leikinn fyrir Frakka í síðari hálfleik með tveimur mörkum og sendir Frakka áfram í 8 liða úrslit með 3-1 sigri.
Athugasemdir