Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er argentínski landsliðsmaðurinn Enzo Fernandez kominn á skrið með Chelsea og hefur skorað í tveimur leikjum í röð.
Hann fagnaði marki sínu gegn Aston Villa með því að þykjast vera í símanum en hann fagnaði með sama hætti þegar hann skoraði gegn Leicester vikunni áður.
Þetta nýja fagn Enzo er tileinkað argentínsku söngkonunni og rapparanum Nicki Nicole en þau tvö hafa verið að hittast og er nýtt stjörnupar sagt vera að myndast. Nicki gaf út vinsælt lag á síðasta ári sem heitir Llamame (Hringdu í mig).
Hann fagnaði marki sínu gegn Aston Villa með því að þykjast vera í símanum en hann fagnaði með sama hætti þegar hann skoraði gegn Leicester vikunni áður.
Þetta nýja fagn Enzo er tileinkað argentínsku söngkonunni og rapparanum Nicki Nicole en þau tvö hafa verið að hittast og er nýtt stjörnupar sagt vera að myndast. Nicki gaf út vinsælt lag á síðasta ári sem heitir Llamame (Hringdu í mig).
Nicki og Enzo sáust saman á Moby Dick veitingastaðnum í Búenos Aíres í október. Hún er með 22,6 milljón fylgjendur á Instagram og var áður að hitta Formúlu 1 kappakstursmanninn Franco Colapinto.
Enzo og hans fyrrverandi, Valentina Cervantes, eiga tvö börn saman en samband þeirra slitnaði fyrr á árinu. Valentina sagði á Instagram að viðskilnaðurinn væri í góðu og þau tvö bæru enn mikla virðingu hvort fyrir öðru.
Spurning er hvort Enzo Fernandez skori og taki símafagnið þriðja leikinn í röð en Chelsea mætir Southampton í kvöld.
Athugasemdir