Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: England og Bandaríkin unnu - Heimsmeistararnir skoruðu fjögur
Aitana Bonmatí skoraði og lagði upp
Aitana Bonmatí skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaralið Spánverja vann Frakkland, 4-2, í vináttulandsleik gær.

Spænska kvennalandsliðið er á fullu í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári.

Þjóðin vann Frakkland, 4-2, í Nice. Aitana Bonmatí, besta fótboltakona heims, skoraði fyrsta markið en þær Claudia Pina, Lucia Garcia og Mariona Caldentey skoruðu einnig í leiknum. Kadidiatou Diani skoraði eitt fyrir Frakka en fyrra markið var sjálfsmark.

Grace Clinton, leikmaður Manchester United, skoraði sigurmark Englands í 1-0 sigri á Sviss og þá vann bandaríska landsliðið 2-1 sigur á Hollandi. Lynn Williams gerði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar:

England 1 - 0 Sviss
1-0 Grace Clinton ('8 )

Holland 1 - 2 Bandaríkin
1-0 Veerle Buurman ('15 )
1-1 Veerle Buurman ('44, sjálfsmark )
1-2 Lynn Williams ('71 )

Frakkland 2 - 4 Spánn
0-1 Aitana Bonmatí ('6 )
0-2 Claudia Pina ('23 )
1-2 Maria Mendez ('37, sjálfsmark )
1-3 Lucia Garcia ('60 )
2-3 Kadidiatou Diani ('71 )
2-4 Mariona Caldentey ('81, víti )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner