Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að liðið hafi engar afsakanir ef það tapar fjórða undanúrslitaleiknum á einu ári þegar það mætir Manchester City í grannaslag í undanúrslitum enska deildabikarsins annað kvöld.
Manchester United tapaði gegn Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í fyrra en þá var um að ræða tvær viðureignir en ekki eina eins og núna.
Síðastliðið sumar tapaði United síðan gegn Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins og gegn Sevilla í undanúrslitum í Evrópudeildinni.
Manchester United tapaði gegn Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í fyrra en þá var um að ræða tvær viðureignir en ekki eina eins og núna.
Síðastliðið sumar tapaði United síðan gegn Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins og gegn Sevilla í undanúrslitum í Evrópudeildinni.
„Við höfum vaxið mikið síðustu 12 mánuði frá undanúrslitum í deildabikarnum," sagði Solskjær.
„Þetta snýst ekki bara um að læra hvernig á að vinna, heldur líka að vinna sér inn réttinn til að fara alla leið. Við erum vongóðir og erum í góðu formi. Það eru engar afsakanir."
Athugasemdir