Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. janúar 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool gæti alveg notað Rice
Mynd: EPA
Hinn 22 ára gamli Declan Rice leikmaður West Ham og enska landsliðsins hefur verið mikið orðaður við stærstu félögin á Englandi undanfarið.

Hann lék einn deildarleik fyrir félagið tímabilið 2016/17 en 26 leiki tímabilið á eftir og hefur verið í algjöru lykilhlutverki allar götur síðan.

Egill Sigfússon og Kristján Gylfi Guðmundsson sögðu sína skoðun, í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn
„Ég væri alveg til í að sjá hann í rauðu treyjunni í Manchester. Mér finnst hann vera taka næsta skref, að verða betri. Þroskast og eflast í þessum hlaupum, ekki bara sitjandi," sagði Kristján stuðningsmaður Manchester United.

„Liverpool gæti alveg notað hann, sérstaklega af því hann er ekki lengur bara sexa, þeir eiga góða sexu en vantar nýja svona týpu," sagði Egill.

„Já eftir að Wijnaldum fór og Milner er á leiðinni niður brekkuna," sagði Kristján.

Þeir voru allir sammála því að hann gæti farið í hvaða lið sem er í deildinni og staðið sig vel nema hjá Man City þar sem sæti í byrjunarliðinu væri ekki öruggt.

Sjá einnig:
„Rice mun ekki spila 200. leikinn fyrir West Ham"
Enski boltinn - 'Clear and obvious' Arsenal á uppleið
Athugasemdir
banner
banner
banner