Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. janúar 2022 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Rice mun ekki spila 200. leikinn fyrir West Ham"
Rice er frábær leikmaður.
Rice er frábær leikmaður.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Declan Rice spilaði sinn 150. leik í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Crystal Palace í síðustu viku.

Hinn 22 ára gamli Rice hefur allan sinn feril leikið með West Ham, sínu uppeldisfélagi. Það eru ávallt sögur í kringum hann enda mjög hæfileikaríkur leikmaður.

Simon Jordan, fyrrum stjórnarformaður Crystal Palace, telur að Rice muni ekki ná 200 leikjum með West Ham.

„Hann mun ekki fara í 200 leiki með West Ham... eitthvað félag mun gera West Ham heillandi tilboð og þeir munu selja hann," sagði Jordan í þætti sínum á útvarpsstöðinni vinsælu, TalkSport.

Jordan telur að Rice muni kosta meira en 100 milljónir punda. Hann er enskur landsliðsmaður og mun því alls ekki fara ódýrt.

Rice hefur verið orðaður við Chelsea og stóru félögin frá Manchester.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner