Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 05. janúar 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir að styrkja miðsvæðið
Boubacar Kamara.
Boubacar Kamara.
Mynd: EPA
Sky Sports News segir að Manchester United sé að reyna að fá inn miðjumann.

Boubacar Kamara hjá Marseille og Ruben Neves hjá Wolves eru tveir af þeim leikmönnum sem United er að horfa til.

Kamara verður samningslaus í sumar og má ræða við önnur félög. Newcastle og Roma hafa einnig áhuga á þessum 22 ára leikmanni.

Neves sem er 24 ára er samningsbundinn Wolves til 2024.

United vill styrkja miðsvæðið fyrir næsta sumar en er opið fyrir því að gera viðskipti í þessum mánuði ef leikmenn á óskalistanum verða fáanlegir.

Þá er Frakkinn Dan-Axel Zagadou einnig orðaður við Manchester United en samningur þessa 22 ára varnarmanns við Borussia Dortmund rennur út í sumar.
Athugasemdir
banner