Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. janúar 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nikola Djuric og Agnar í Vogana (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum er að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Félagið tilkynnti um samninga við tvo nýja leikmenn í dag.

Það eru þeir Nikola Dejan Djuric og Agnar Guðjónsson.

Nikola er tvítugur kantmaður og spilaði með KV í 2. deildinni í fyrra. Hann átti mjög fínt tímabil þar sem hann skoraði fimm mörk í 20 leikjum fyrir ungt lið KV.

Nikola byrjaði sinn feril hjá Hvöt á Blönduósi en færði sig yfir í Breiðablik þegar hann var 11 ára. Nikola fór svo með yngri bróður sínum, Daniel Dejan Djuric, til Midtjylland í Danmörku í lok árs 2018. Hann sneri aftur heim til Íslands 2020 og gekk í raðir Breiðabliks þar sem hann var lánaður til Hauka í 2. deild sama ár.

Agnar Guðjónsson er 24 ára gamall kantmaður og kom að láni til Þróttar frá Gróttu á síðasta tímabili. Hann hefur alls spilað 98 keppnisleiki í meistaraflokki og skorað í þeim 13 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner