Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 10:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá Fram í fjórðu efstu deild Þýskalands (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Jannik Pohl hefur fengið félagaskipti frá Fram til Þýskalands þar sem hann er genginn í raðir 1. FC Phönix Lübeck.

Liðið er í fjórðu efstu deild sem er svæðisskipt, liðið er í Regionalliga Nord.

Jannik Pohl var í þrjú tímabil hjá Fram en var talsvert frá vegna meiðsla, sérstaklega síðustu tvö tímabil. Hann spilaði 19 leiki tímabili 2022, átta leiki 2023 og fjóra leiki á síðasta tímabili. Hann skoraði átta mörk 2022, tvö mörk 2023 en komst ekki á blað í deildinni í fyrra.

Jannik Pohl er 28 ára og hafði fyrir tímann hjá Fram verið hjá AaB og Horsens í Danmörku og Groningen í Hollandi. Hann á að baki yfir 30 leiki með yngri landsliðum Danmerkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner