Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KV kynnir nýtt þjálfarateymi
Orri Fannar Þórisson og Davíð Guðrúnarson.
Orri Fannar Þórisson og Davíð Guðrúnarson.
Mynd: KV
KV, sem leikur í 3. deild, hefur kynnt til leiks nýtt þjálfarateymi fyrir komandi keppnistímabil.

Orri Fannar Þórisson tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og hann mun áfram vera þjálfari liðsins. Davíð Guðrúnarson kemur inn í teymið og mun þjálfa liðið með honum.

Það má með sanni segja að Davíð sé goðsögn hjá KV en hann spilaði lengi með liðinu og hjálpaði því að komast upp í næst efstu deild fyrir sumarið 2014.

Núna kemur hann inn í teymið og þjálfar liðið með Orra en KV hafnaði í áttunda sæti 3. deildar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner