KV, sem leikur í 3. deild, hefur kynnt til leiks nýtt þjálfarateymi fyrir komandi keppnistímabil.
Orri Fannar Þórisson tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og hann mun áfram vera þjálfari liðsins. Davíð Guðrúnarson kemur inn í teymið og mun þjálfa liðið með honum.
Orri Fannar Þórisson tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og hann mun áfram vera þjálfari liðsins. Davíð Guðrúnarson kemur inn í teymið og mun þjálfa liðið með honum.
Það má með sanni segja að Davíð sé goðsögn hjá KV en hann spilaði lengi með liðinu og hjálpaði því að komast upp í næst efstu deild fyrir sumarið 2014.
Núna kemur hann inn í teymið og þjálfar liðið með Orra en KV hafnaði í áttunda sæti 3. deildar á síðustu leiktíð.
Við kynnum með stolti nýjan þjálfara KV.
— KV Fótbolti (@KVfotbolti) February 5, 2025
Club legend pic.twitter.com/zWBI8pWobE
Athugasemdir