Spænska stórliðið Real Madrid sendi bréf til fótboltasambandsins þar í landi þar sem félagið sakar spænska dómara um spillingu og segir þá hafa skaðað liðið.
Félagið fer fram á þeir dómarar sem voru við störf meðan Jose Maria Enriquez Negreira var varaformaður sambandsins verði reknir en hann er undir rannsókn vegna ásakana um spillingu milli 2001 og 2017. Hann er sakaður um að hafa fengið greiðslu frá Barcelona.
Félagið fer fram á þeir dómarar sem voru við störf meðan Jose Maria Enriquez Negreira var varaformaður sambandsins verði reknir en hann er undir rannsókn vegna ásakana um spillingu milli 2001 og 2017. Hann er sakaður um að hafa fengið greiðslu frá Barcelona.
Luis Medina Cantalejo, formaður dómarasambandsins á Spáni, neitar ásökunum Real Madrid um spillingu.
„Ég þarf ekki að skammast mín fyrir neitt. Hvorki ég né kollegar mínir erum spilltir að neinu leyti. Við erum kannski lélegir en við erum ekki spilltir," segir Cantalejo.
„Dómararnir fara ekki til starfa með það í huga að skaða neinn. Sama hvað segir í einhverjum bréfum eða umfjöllunum, við erum heiðarlegir. Enginn fer út á völlinn og ætlar að valda einhverjum skaða."
Athugasemdir