Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vil að hann fari að sýna Íslandi hvað hann er góður í fótbolta"
Vuk í leik með FH á síðasta tímabili.
Vuk í leik með FH á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk Oskar Dimitrijevic er mættur í Fram og núna er kominn tími fyrir hann að sýna hvers hann er megnugur. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Vuk er með gríðarlega hæfileika en hann náði ekki að sýna þá nægilega vel á árum sínum hjá FH.

„Þeir fengu Vuk frá FH. Við Leiknismenn hættum ekki að tala um hvað hann er ógeðslega góður í fótbolta. En hann verður að fara að sýna það í Bestu deildinni," sagði Valur Gunnarsson í útvarpsþættinum.

„Þegar Vuk og Sævar Atli (Magnússon) voru að koma upp saman, þá fannst mér enginn munur á þeim. Mér fannst þeir A1 og A2. Ég vil að hann fari að sýna Íslandi hvað hann er góður í fótbolta."

„Hann náði ekki að gera það fyrir FH en ég vona að Rúnar Kristins nái einhverju út úr honum," sagði Valur jafnframt.

Vuk lék vel með Fram í Lengjubikarnum í gær og skoraði tvennu í sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks.

„Hann er með öll vopn í vopnabúrinu. Nýttu þau," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner