Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Kristall Máni með þrennu fyrir Víking R - Góður Blikasigur
Kristall Máni Ingason skoraði þrennu fyrir Víking
Kristall Máni Ingason skoraði þrennu fyrir Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar
Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld en Víkingur R. vann Fram 5-1 á meðan Breiðablik lagði Fjölni 3-1 í Egilshöllinni.

Stjarnan vann fjórða leik sinn í röð í Lengjubikarnum þetta árið í riðli 4 er liðið vann Keflavík 2-0.

Emil Atlason kom heimamönnum yfir á 7. mínútu áður en hann bætti við öðru sjö mínútum fyrir leikslok. Hann er nú kominn með fjögur mörk í bikarnum en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. ÍA vann þá Vestra 4-1 í sama riðli en gestirnir í Vestra komust yfir snemma leiks með marki frá Kasper Hansen.

Arnar Már Guðjónsson brenndi af víti nokkrum mínútum síðar en Viktor Jónsson jafnaði metin fyrir Skagamenn áður en Gísli Laxdal kom þeim yfir undir lok fyrri hálfleiks er hann skaut boltanum í varnarmann og inn. Aron Kristófer Lárusson og Guðmundur Tyrfingsson gerðu þá tvö mörk í þeim síðari til að gulltrygga sigurinn. ÍA er í 3. sæti riðilsins með 6 stig en Vestri í neðsta sæti og án stiga.

Víkingur R. átti þá ekki í vandræðum með Fram í Víkinni en Víkingur vann þann leik 5-1. Kristall Máni Ingason kom heimamönnum yfir á 8. mínútu áður en Helgi Guðjónsson skoraði gegn sínum gömlu félögum.

Kristall bætti við öðru marki á 28. mínútu og staðan 3-0 í hálfleik. Í þeim síðari tókst Alexander Má Þorlákssyni að minnka muninn en Víkingur náði að bæta við tveimur mörkum til viðbótar. Logi Tómasson skoraði á 66. mínútu og ellefu mínútum síðar fullkomnaði Kristall Máni þrennu sína og lokatölur 5-1. Víkingur á toppinn í riðli 2, með 10 stig, þremur stigum meira en KR.

Breiðablik vann Fjölni 3-1 í Egilshöllinni í riðli 4. Oliver Sigurjónsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari bætti Höskuldur Gunnlaugsson við marki úr vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson bætti við þriðja markinu. Fjölnismenn minnkuðu muninn undir lokin er Baldur Sigurðsson skoraði eftir hornspyrnu og lokatölur 3-1.

Blikar með fullt hús stiga á toppnum eða 12 stig og þá hefur liðið aðeins fengið á sig eitt mark.

Úrslit og markaskorarar:

Stjarnan 2 - 0 Keflavík
1-0 Emil Atlason ('7 )
2-0 Emil Atlason ('83 )

ÍA 4 - 1 Vestri
0-1 Kasper Hansen
1-1 Viktor Jónsson
2-1 Gísli Laxdal Unnarsson
3-1 Aron Kristófer Lárusson
4-1 Guðmundur Tyrfingsson

Víkingur R. 5 - 1 Fram
1-0 Kristall Máni Ingason
2-0 Helgi Guðjónsson
3-0 Kristall Máni Ingason
3-1 Alexander Már Þorláksson
4-1 Logi Tómasson
5-1 Kristall Máni Ingason

Fjölnir 1 - 3 Breiðablik
0-1 Oliver Sigurjónsson
0-2 Höskuldur Gunnlaugsson
0-3 Jason Daði Svanþórsson
1-3 Baldur Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner