Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
McManaman um Liverpool: Mikil vandræði frammi í augnablikinu
Steve McManaman
Steve McManaman
Mynd: Guardian
Steve McManaman, fyrrum leikmaður Liverpool, var ekki hrifinn af frammistöðu liðsins í 1-0 tapinu gegn Chelsea í gær. Liverpool hefur núna tapað fimm leikjum í röð á Anfield.

„Þetta er óhugsandi. Þetta hefur aldrei gerst í sögu félagsins," sagði McManaman í viðtali á Síminn sport eftir leikinn í gær.

„Það eru mikil vandræði frammi í augnablikinu. Við höfum séð tölfræði í síðustu leikjum þar sem liðið á ekki skot á markið eða bara eitt skot á markið."

Gylfi Einarsson spurði McManaman hvað hann myndi gera á leikmannamarkaðinum í sumar ef hann væri Jurgen Klopp.

„Wijnaldum virðist vera á förum svo þeir verða að fá mann inn þar því að James Milner er orðinn það gamall að það er ekki hægt að treysta á hann í öllum leikjum. Ég myndi líka fá framherja eða kantmann. Ekki endilega til að taka við sæti í byrjunarliðinu heldur til að hafa plan B í leikjum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner