Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 05. mars 2021 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Guedes hetja Valencia gegn Villarreal
Valencia 2 - 1 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('40 , víti)
1-1 Carlos Soler ('86 , víti)
2-1 Goncalo Guedes ('90 )

Portúgalski vængmaðurinn Goncalo Guedes skoraði sigurmark Valencia í 2-1 sigrinum á Villarreal í kvöld en markið kom í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Spænski framherjinn Gerard Moreno kom Villarreal yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Valencia-liðið tók við sér undir lok leiksins. Liðið fékk vítaspyrnu á 86. mínútu og skoraði Carlos Soler örugglega úr spyrnunni. Það var svo komin ein mínútu framyfir venjulegan leiktíma er Guedes skoraði með góðu vinstri fótar skoti og tryggði Valencia sigurinn.

Valencia er í 11. sæti deildarinnar með 30 stig en Villarreal í 7. sæti með 37 stig.
Athugasemdir